Tuesday, June 09, 2009

Tapas við ysta haf

Við hjónin fórum með yngra afkvæmið á Kaffi Lúlú um helgina. Við ætluðum að fá okkur snarl og fyrir valinu varð tapasdiskur fyrir tvo á krónur 3800. Það fannst mér í dýrari kantinum þangað til maturinn kom á borðið. Grafið naut með lakkríssósu, reyktur lax úr mývatnssveit, tvíeikt hangiket, parmaskinka og chorizo, fiskisúpa, innbakaður camenbert með rabbarbarachutney og bláberjasultu og nýbakað brauð. Sem sagt: Full máltíð fyrir tvo. Við náðum ekki að klára þetta allt og erum við þó ágætlega matlystugt fólk. Ég drakk rauðvín með, Jóna drakk pepsi og litli maðurinn kókómjólk og kleinu. Reikningurinn var rétt rúmar 5000 kr. Þjónustan var frábær og alúðleg og staðurinn er auðvitað eins kósí og hugsast getur. Get ekki mælt nóg með því að menn skelli sér á Lúlú! Frábært að sjá metnaðarfullt fólk sem kann á veitingabransann bjóða upp á svona þjónustu við ysta haf. Húrra fyrir Hákoni og Kötu!

3 comments:

Steinunn Þóra said...

Þetta hljómar frábærlega vel. Hlakka mikið til að reyna alla dýrðina sjálf síðar í sumar.

Jón Knútur Ásmundsson said...

Kræst, ég verð svangur af því að lesa þetta. Er þetta bara svona hvunndagsmatur hjá þeim eða var boðið upp á þetta í tilefni sjómannadagsins?

Anonymous said...

Ég held að tapas-ið sé alltaf í boði. Tékkitát!

kv.
Siggi