Skip to main content

Random stuff

Jæja. Sumarfríið búið. Það var sérlega ljúft. Ég var í fríi í mánuð. Við vorum heima í viku, svo fórum við Jóna til Barcelona í viku á meðan krakkarnir chilluðu hjá mömmu á Akureyri. Mamma keyrði svo með krakkana á móti okkur í Munaðarnes þar sem við eyddum viku í sumarbústað. Síðustu vikuna vorum við heima í afslappelsi.

Þetta er eitt besta frí sem ég man eftir. Hápunkturinn var dvölin í Barcelona sem er frábær borg í alla staði. Ótrúlegur arkítektúr, iðandi mannlíf, frábær matur, góð söfn, gott veður og góð vín. Við ákváðum að fara til Barcelona til að fagna 10 ára brúðkaupsafmæli. Sjitt hvað tíminn líður!

Við vorum nokkuð aktíf í Barcelona en samt ekkert að stressa okkur of mikið. Við vorum t.d. tvo daga á ströndinni þar sem við flatmöguðum bara og slöppuðum af. Öðrum stranddeginum eyddum við í Sitges sem er fallegur gamall strandbær. Þar sjást engin ný og ljót risahótel við ströndina, andrúmsloftið er afslappað og ströndin flott. Seinni stranddeginum eyddum við í Barcelona. Við tókum strætó og fórum eins langt frá miðborginni og hann gekk. Svo örkuðum við niður á ströndina og gengum þar beint í flasið á alsnöktum manni sem var á leið í sturtu. Þessi hluti strandarinnar reyndist sem sagt vera nektarströnd. Þar sem gestirnir virtust fyrst og fremst vera karlkyns eldriborgarar tókum við snarlega ákvörðun um að finna annan stað til að sóla okkur á. Önnur highlight úr Barcelona ferðinni voru m.a. þessi:

-Gítartónleikar í tónleikahöllinni Palau Musica. Fallegasti salur sem ég hef komið í og gítarleikur á heimsmælikvarða.
-Heimsókn á 4 ketti. Þar hélt Picasso sína fyrstu sýningu og hékk við bjórdrykkju og tapasát flesta daga ásamt ýmsum þungaviktarmönnum í menningu Spánar á þeim tíma
-Heimsókn í Parc Guell. Hinn snarklikkaði arkítekt Gaudi hannaði garðinn sem er afskaplega fallegur og sérstakur
-Mögnuð máltíð á inverskum veitingastað í hinu nett skuggalega El Raval hverfi
-Geggjaðir djasstónleikar á hinum fornfræga djassstað "Jamboree" með klikkuðum saxófónleikara- George Garzone ( http://en.wikipedia.org/wiki/George_Garzone). Gaurinn er kennari við Berkley og hefur spilað með ÖLLUM- meira að segja Elvis- og reyndar einu af mínu uppáhaldsböndum- Exreme. Grúppan sem hann var með heitir (með réttu) "The Fringe"- Sax, bassi og trommur. Samspilið var með hreinum ólíkindum, tónlistin frekar "far out" og George blés í saxið eins og enginn væri morgundagurinn. Á þessum skemmtilega klúbbi varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að borga 10 evrur fyrir lítinn San Miguel og litla kók. Ca. 1800 kall. Helvítis fokking fokk.
-Dásamleg sælkeramáltið á þessum veitingastað: http://www.cincsentits.com/en/index.htm . Þessi staður er fyrsti Michelin stjörnu veitingastaðurinn sem við prófum og það var vel þess virði. Krítarkortið logaði reyndar, en mikið svaaakalega var þetta gott. Við fengum ca. 8 rétti sem voru hver öðrum betri. Ég fékk mér sérvalin vín með sem var mjög skemmtilegt því ég fékk ítarlega kynningu á hverju víni og skýringar á því af hverju það varð fyrir valinu. Þetta er staður í heimsklassa, sem reyndar þarf ekki að koma á óvart þar sem óvíða eru fleiri topp veitingastaðir en í Barcelona. Í ca. 1-2 tíma fjarlægð frá Barcelona er t.d. veitingastaðurinn El Bulli sem hefur verið valinn besti veitingastaður í heimi síðustu árin. Það tekur ca. 2 ár að fá borð þar....ef maður er heppinn.

Helstu gallarnir við að heimsækja Barcelona á þessum tíma árs eru þeir að hitinn er frekar hár (um og yfir 30 gráður flesta dagana) og borgin er hrikalega troðin af fólki. Annað óskemmtilegt atriði var agalegur hálsrígur sem ég náði mér í, sennilega af því að sofa á lélegum hótelkodda. Djöfuls aumingi er maður orðinn af því að sofa á einhverri fjandans geimdýnu og heilsukodda! Sveiattan. Verðlagið er svo auðvitað kapituli útaf fyrir sig, en ég nenni ekki að fara út í þá þunglyndissálma. Borgin er annars afar rómantísk og ég get hreinlega ekki hugsað mér betri borg að heimsækja. Það er bókað að við Jóna förum einhverntíman aftur til Barcelona. Kannski eftir 10 ár bara?

Ég las heilmikið í fríinu, en ekkert af því neitt sérlega bitastætt. Ég las aðallega einhverja reifara, Ken Follett, Stephen King o.fl. King er reyndar snillingur. Ég var næstum búinn að gleyma hvað hann er góður. Ég stefni á að endurlesa eitthvað af því sem ég á af bókunum hans- bæði vegna þess að ég er meira og minna búinn að gleyma þessu öllu, en ekki síður vegna þess að það er fjandi dýrt að kaupa bækur. Ég er núna að lesa nýtt smásagnasafn eftir kappann sem er stórgott. Hann er mikill smásögumeistari og ég er ekki frá því að maður ætti að lesa meira af smásögum. Skemmtilegt sagnaform.

Hvað tónlist varðar er ég enn á kafi í Opeth, en er að auki farinn að melta Unexpect og Bigelf til að undirbúa tónleikana í London í október. Can't wait!

Comments

Steinunn Þóra said…
Þessi Barcelona ferð hljómar virkilega vel lukkuð. Til hamingju með brúðkaupsafmælið!
Anonymous said…
Takk takk! Já, þetta var hrein snilld. Best trip ever.

kv.
Siggi

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…