Skip to main content

Posts

Showing posts from October, 2009

Tónleikaferðin mikla

Um síðustu helgi fórum við Jóna á frábæra tónleika í London ásamt Bjarna bróður. Frábær ferð í alla staði. Við fórum út á föstudagsmorgni og heim á sunnudagsmorgni, þannig að ferðin var í styttra lagi. Samt ótrúlegt hvað má gera margt á tveimur dögum í þessari frábæru borg. Hér eru nokkrir hápunktar:
Chowki
Við stukkum beint í hádegismat á þessum frábæra indverska stað á Denman Street í Soho. Ég hef borðað þarna nokkrum sinnum áður og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum. Mæli eindregið með þessum stað. Ekta indverskur matur á hagstæðu verði. Þjónustan lipur og skemmtileg.

Denmark street
Heimsókn á Denmark Street er nauðsynleg fyrir alla áhugamenn um hljóðfæri. Við Bjarni bróðir eyddum rúmlega 2 klukkutímum í það að rölta milli hljóðfæraverslana, skoða og prófa gítara og bassa. Endalaust úrval. Sáum m.a. 1952 módel af Telecaster. Verðin eru samt í hærri kantinum og ljóst að maður hefði ekki sparað neitt á því að versla þarna. Samt gaman að skoða svona klikkað úrval.

Foyles
Geggjuð bókabúð á Ch…