Skip to main content

Posts

Showing posts from September, 2010

Föstudagar

Hjá mér eru allir dagar föstudagar. Let me explain:

Ég virðist vera þeirri náttúru gæddur að ef ég myndi borða allt sem mig langar í, þá myndi ég á tiltölulega skömmum tíma fara að líkjast Goodyear loftbelgnum. Þetta kallar á einhverskonar aðhald til að halda spikinu í skefjum.

Í því skyni hef ég gert margar tilraunir. Stundum hef ég passað hrikalega vel hvað ég læt ofan í mig og þá fyrst og fremst forðast óþverra eins og kornmeti, sykur og önnur slæm kolvetni. Þetta hefur oftast skilað fínum árangri, en er svolítið erfitt fyrir sálina. Margt að því sem er óhollt er jú hluti af okkar kúltúr og endalaust á borðstólnum. Það kemur því yfirleitt að því að maður springur á limminu og þá læðast kílóin að manni.

Ég hef því verið að prófa nýja aðferð síðustu vikurnar. Hún gengur út á að minnka þann tíma sem maður borðar, fækka þannig kaloríunum sem maður lætur ofan í sig og gefa líkamanum tækifæri til að vinna úr því sem maður lætur ofan í sig.

Aðferðin er í stuttu máli þannig að ég borða ekkert …