Skip to main content

Posts

Showing posts from June, 2014

Randulfs-sjóhúsið: Matur og tónlist

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að borða á Randulfs-sjóhúsinu í vikunni. Nafnið er pínu óþjált, en matur og þjónusta voru hins vegar í fínum klassa! Gaman að sjá hvað veitingamenning er á hraðri uppleið í Fjarðabyggð.

Ég kom ekki bara í Sjóhúsið til að snæða, því þetta kvöld voru þar tónleikar sem ég vildi ekki missa af. Vinir mínir í hljómveitinni "Dútl" voru að spila með Garðari Eðvaldssyni og Hugo Hilde. Meira um það síðar.

Við vorum fimm saman og áttum bókað borð. Móttökur voru afar hlýlegar. Mateðillinn er stuttur og einfaldur, en talsverðan valkvíða setti að mér sökum þess hve girnilega allt hljómaði. Ég endaði á því að panta grafna gæs og reykt hreindýr í forrétt, þrátt fyrir að hafa smá áhyggjur af því að sjávarfangið yrði dauflegt í samanburði við svo bragðmikinn forrétt. Ég pantaði mér sjávarréttasúpu í aðalrétt, en Hildigunnur vinkona okkar sem þjónaði okkur til borðs mælti sérstaklega með henni. Ég var skelfilega svangur, þannig að biðin eftir matnum var hálfge…