Skip to main content

Posts

Showing posts from January, 2015

Þorrablót

Ég ekki hvort ég hef bloggað áður um þorrablót. Og ég nenni ekki að tékka á því. Bið forláts ef ég er að endurtaka mig.

Í kvöld fer ég á hið stórskemmtilega Kommablót í Neskaupstað. Þrátt fyrir nafnið er þessi samkoma ekki pólitísk, heldur er í raun um að ræða bæjarblót Norðfirðinga þótt það hafi áður verið á vegum Alþýðubandalagsins. Pólitíska tengingin var því vissulega fyrir hendi hér áður fyrr, en þá var líka haldið Mjófirðingablót, Hestamannablót, Sveitablót og Sjálfstæðisblót og er ég örugglega að gleyma einhverju Sveitablótið er það eina af þessum blótum sem enn lifir.

Í dag koma allra flokka kvikindi að Kommablótinu, öll dýrin í skóginum eru vinir og pólitík er mönnum ekki ofarlega í huga, þótt óhjákvæmilega beri hana á góma í annál ársins. Til að tryggja jafnvægi í annálnum eru meðal flytjenda fulltrúar úr ýmsum flokkum. Kommablótið hefur þá sérstöðu að það er meira og minna sama fólkið sem sér um annálsflutning ár hvert, þótt annað slagið detti inn nýir aðilar í hópinn og að…