Tuesday, August 02, 2016

Ég hætti á Facebook af því að...

kasjúal krakknotkun er ekki málið fyrir krakkfíkla

https://sigginobb.blogspot.is/2015/12/samfelagsmilar-og-hugarro.html

Mér finnst það sem ég fæ út úr notkun Facebook einfaldlega ekki vega upp á móti tímanum og hugarrónni sem ég fórna á móti. Facebook er snilldarlega hönnuð maskína sem nýtir sér veikleika okkar og óöryggi til að gera okkur háð sér, safna um okkur upplýsingum sem svo eru nýttar til að selja okkur hluti og hugmyndir.

Facebook vinnur líkt beinlínis gegn þeim andlega þroska sem ég sífellt að baksa við að auka. Ég iðka hugleiðslu og reyni stöðugt að auka færni mína í að lifa í núinu. Facebook er hins vegar einn risastór baksýnisspegill...sem bæði fegrar og skekkir myndina.

Facebook vill sannfæra þig um að þú lifir á einhverri tímalínu og að lífið sé vegferð frá einum tímapunkti til annars. Sú er hins vegar ekki raunin. Lífið er NÚNA, NÚNA, NÚNA og aðeins NÚNA. Fortíð og framtíð eru bara segulstormar í hausnum á okkur. Því meiri tími sem fer í að rifja upp fortíð og pæla í framtíðinni, því líklegra er að maður upplifi depurð og kvíða. Sú veruleikaskynjun að lífið sé eitthvað annað en líðandi stund er stærsti harmleikur mannskepnunnar og ég held að Facebook ýti undir þessa hugsanavillu.

Ergo: Fokk Facebook