Skip to main content

The big three oh (oh my God I'm getting old)

Semsagt. Ég verð þrítugur á morgun! Geggjað. Þegar ég var lítill fannst mér þrítugt fólk eldgamalt..........eða allavega gamalt. Ég var 12 ára þegar mamma mín varð þrítug!!!

Ég er svo sem ekkert að fríka á þessu, en þetta vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Mér finnst ég til dæmis ekki hafa áorkað miklu á þessum 30 árum. Stærstan hluta af þessum 30 árum hefur maður eytt í langsetur á skólabekkjum. Svo er maður búinn að eyða a.m.k. 20.000 klst. í að horfa á sjónvarp. Gríðarlegum tíma hefur maður eytt í að sofa, lesa sögubækur, rúnta, sörfa á netinu, lesa dagblöð.............. Við erum alltaf að DREPA tímann. Hafið þið pælt í því?

Samkvæmt lauslegum útreikningum mínum má ég búast við að lifa í rúmlega 700.00 klukkustundir. Ég er nú þegar búinn með rúmlega 262.000 klukkustundir eða 37% af tíma mínum á þessari jörð. Má maður við því að DREPA eitthvað af þessum tíma??? Er maður ekki rosalega sofandi fyrir því hvað tíminn er að hlaupa frá manni?

Málið er að maður veit ekki hvað í fjandanum maður á að gera við þennan tíma.

Ég hélt einmitt að maður ætti að vera búinn að finna út úr því um þrítugt. Not so, my friends, not so.

Jæja, ég ætla ekki að vera með einhverja fokking melankólíu. Ég ætla að taka þetta með stæl. Ég ætla að borða Lasagna hjá tengdó annað kvöld og bjóða Pabba, Kollu og litlu systrum mínum (og öllu Skorrastaðagenginu að sjálfsögðu). Á föstudag ætla ég til Reykjavíkur að hitta Jónu mína. Við ætlum að borða á Tapas bar um kvöldið og fara svo og horfa á íslenska dansflokkinn sprikla í Borgarleikhúsinu. Við gistum að sjálfsögðu á Hótel Sögu. Á laugardag á Jóna að útskrifast úr háskólanum. Þá ætlum við líka í nudd í Mecca Spa, í partí til fyrrverandi nágrannakonu okkar (sem er líka að útskrifast) og svo ætlum við að borða um kvöldið á Grillinu. Þvílíkt prógramm!!!

Föstudaginn 29. október ætlum við svo að halda sameiginlega útskriftar og afmælisveislu í blúskjallaranum og þangað eru allir vinir mínir og kunningjar velkomnir. Þar ætla ég að detta alveg svakalega í það og hlæja keikur framan í dauðann. Faðma mann og annan og hlæja þangað til ég fæ magapínu!

Lífið er bara röð augnablika og ég á mörg skemmtileg augnablik framundan!!

lifið heil!

P.s. By the way....það er verið að tala um Hollywood kúrinn í útvarpinu. HVAÐ GETUR FÓLK VERIÐ VITLAUST???!!! Kaupa flösku af djús fyrir einhverja þúsundkalla! Christ on a pogo stick!

Comments

Anonymous said…
Við skulum nú hafa staðreyndirnar á hreinu hérna ef það á eitthvað að dissa þennan ágæta kúr, þetta er djús með steinefnum!!! Guð minn almáttugur fólk þarf að vera algerar vitsmunabrekkur ef það fer á þennan kúr. Kysi frekar vodkakúrinn.
-Trýtilbuxi
Anonymous said…
Djöfull ertu orðinn rosalega gamall maður. Maður skilur varla skriftina þína lengur. Jæja, allavega til hamingju með afmælið "dirty thirty". Reyni að mæta 29. okt.
Valdimar

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…