Skip to main content

Posts

Showing posts from December, 2004

Af endajöxlum og rófubeinum

Ég datt inn í þátt með Sirrý, okkar útgáfu af Opruh. Þar var hún að tala við fólk sem er ofvirkt og þau vandamál sem fylgja því. Þá datt upp í huga minn hugmynd sem ég hef velt fyrir mér annað slagið. Er ofvirkni ekki bara "eðlileg"? Og árásargirni, kynferðileg áreytni og margt fleira sem við telum slæmt í nútímasamfélagi?

Nútímavæðingin hefur nefnilega átt sér stað með ótrúlega skjótum hætti. Við erum að tala um nokkra skitna áratugi í tugþúsund ára þróunarsögu Homo Sapiens, en á undan honum gengu frumtegundir mannsins um jörðina í hundruðir þúsunda ára. Í gegnum tíðina hafa ákveðin einkenni komið manninum best í lífsbaráttunni. Einkenni eins og mikil virkni, dugnaður, áræði, sterk kynhvöt og jafnvel árásargirni hafa verið einkenni sem hafa lengst af komið manninum vel. Maðurinn þurfti að veiða í matinn, verjast óvinum, viðhalda kynstofninum o.s.frv. Mjúki nútímamaðurinn hefði ekki lifað lengi af í hörðu umhverfi veiðimanna og safnara. Að sama skapi passar hinn fullkomni ve…