Skip to main content

Tilvistarkreppa

Kynslóðin mín er tilvistarkreppukynslóð (whoa.........flott orð!). Mér finnst ótrúlega margir af minni kynslóð vera óöruggir með val sitt á viðfangsefni í lífinu. Ég er með skýringu á þessu.

Skýringin er sú að við eigum fleiri valmöguleika en nokkur önnur undangengin kynslóð. Við getum orðið hvað sem okkur sýnist. Fyrri kynslóðir höfðu mun þrengri tækifæri, annað hvort af abolút ástæðum (svo sem skorti á fjármunum) eða félagslegum (sterk tilhneyging til að halda sig innan þeirrar stéttar sem maður fæðist inn í).

Þessi valkvíði var sem sagt mun minni hér áður fyrr vegna takmarkaðri tækifæra. En aukinn valkvíði minnar kynslóðar á sér fleiri rætur.

Málið er nefnilega að fólk af minni kynslóð vill vera ALLT. Gera ALLT. Eiga ALLT. Mig langar til að vera rithöfundur, rokkstjarna, leikari, fræðimaður og framkvæmdastjóri. Mig langar til að bæta heiminn, en líka til að verða ríkur og voldugur. Ég vil bæði vera brandarakjúklingur og ofurhetja.

Þetta er ekki bara græðgi, þótt hún komi vissulega við sögu (við erum náttúrulega spilltir krakkagemlingar). Ég held að stærsti hluti ástæðunnar sé sú staðreynd að við eyðum mörgum klukkutímum á dag á kafi í lífi annars fólks. Lífi sem er ekki einu sinni raunverulegt. Hér er ég náttúrulega að tala um sjónvarpið. Það er endalaust verið að dingla milljón möguleikum fyrir framan nefið á okkur og því er ekkert skrítið þótt við viljum gera allt og vera allt. Og það vandar málið enn frekar ef fólk sem sæmilega greint og fjölhæft. Er það furða þótt okkur reynist erfitt að velja okkur eina braut til að ganga. Mannshugurinn er nógu óreiðukenndur fyrir, þó að ekki sé verið að bæta í hann milljón klippum úr lífi annarra.

Þetta er ein ástæða þess hvað nútímamaðurinn er uppriðinn (fucked up).

Ég veit ekki svo gjörla hver lausnin á þessu vandamáli gæti verið, en það væri reynandi að slökkva bara á aulakassanum. Verst að það væri eins og að slíta úr sér hjartað. Maður er hrikalega háður þessu helvíti.

Kannski maður ætti samt að reyna? hmmmmmmmmmmmmmmmmmmm...........

Comments

Anonymous said…
Þú ert alltaf í svo djúpum pælingum maður ;o)
En það er mikið til í þessu hjá þér. Held samt að það megi alveg bæta við þetta að við erum af óskaplega sjálfumglaðri kynslóð. Við þurfum samt að bíða í 20 til 30 ár til að sjá hvort við náum að toppa '68 kynslóðina í sjálfumgleði.

Steinunn Þóra
Siggi Óla said…
Thjáhhhh.........Ég er náttúrulega alger hylur maður..........hóst.... Hvort fannst ykkur Hildur Vala eða Heiða vera betri?.........Hva?...Horfið'ekki á ædol?

Þetta með sjálfumgleðina er auðvitað alveg rétt. Sjálfumgleði er óhjákvæmilegur fylgifiskur stjórnlausrar einstaklings- og neysluhyggju.
Einar S. said…
Heiða var svo miklu betri... ég held samt að ég sé eini sjónvarpssjúklingurinn sem líður bara vel með að vera sjónvarpssjúklingur :)
Siggi Óla said…
Heiða! Ert'ekki í lagi?!

Annars er bara gott ef þú ert sáttur við sjálfan þig fyrir framan skjáinn. Hómer Simpson orðaði þetta fallega: "Let's all bask in television's warm glowing warming glow"

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…