Skip to main content

Farinn til Portúgal

Jææææææja

Nú er ég loks að fara í frí. Ég tók mér 5 daga sumarfrí í fyrra og lítið frí í vetur, þannig að þetta er vissulega langþráð. Djööööööfull skal maður hafa það gott í Portúgal! Við eigum bókaða íbúð á Brisa Sol hótelinu í Albufeira, en skv. Trip Advisor er það besta hótelið í bænum. Næstu tvær vikurnar ætla ég að:

  • Lesa skemmtilegar bækur
  • Borða góðan mat
  • Drekka gott vín
  • Leika við dóttur mína
  • Leika við konuna mína
  • Skokka, gera armbeygjur og kviðæfingar
  • Hugsa um eitthvað ALLT ANNAÐ en vinnuna

Vinnutörn síðustu vikna er búin að vera alger klikkun. Við hjónin höfum átt okkur mjög takmarkað líf. Ég hef þó náð að lesa nokkrar skemmtilegar og gagnlegar bækur síðustu vikurnar.

Bókin "Seven habits of highly effective people" eftir Stephen R. Covey er allger snilld. Ég veit að nafnið hljómar eins og þetta sé einhver froða, en þetta er þvert á móti frekar djúpt og djúsí stöff. Sennilega það besta sem ég hef lesið í þessum success/self-help literatúr.

Ég las líka bók sem heitir "Use Your Head", eftir gaur sem heitir Tony Buzan. Sú bók fyllti mig bjartsýni og gerði mig ákveðinn í því að hella mér út í námstæknipælingar áður en ég skelli mér í nám í Open University í haust. Maður er víst að vannýta heilabúið all-svakalega.

Ég las líka bók sem heitir "Man's search for meaning" eftir Viktor E. Frankl. Gaurinn lifði af dvöl í fangabúðum nasista og fékk actually eitthvað jákvætt út úr þeirri reynslu! Þetta er í raun "first hand" lýsing á upplifun geðlæknis á þeim prósess sem menn ganga í gegnum þegar þeir eru sviptir öllum mannréttindum. Mjög áhrifaríkt og magnað.

Svo las ég alveg hriklega stórskemmtilega bók sem heitir "Olivia Joules and the overactive imagination" eftir Helen Fielding (sú sem skrifaði Bridged Jones's diary). Alveg ótrúlega skemmtileg og sniðug bók um karakter sem á ekki mikið sameiginlegt með Bridget. Mæli eindregið með henni.

Svo tókst mér líka að horfa á tvær mjög skemmtilegar kvikmyndir: "Before sunrise" og "Before sunset". Dásamlega mannlegar, tilgerðarlitlar, innihaldsríkar og fallegar myndir. Mæli eindregið með þeim. Skemmtileg tilbreyting frá öllu ruslinu sem er að finna í hillunum á leigunni (ég keypti þær reyndar á DVD í Bretlandi). Endirinn á þeim báðum var sérlega vel heppnaður.

Anyhoo.......................farinn í sólina

Smell you later

Comments

Anonymous said…
Gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá að þú ætlar að skokka og gera arm- og kviðæfingar í fríinu. Þú hlýtur hafa lesið einhverja svakalega góða self-discipline bók. Enn hafið þið það gott í fríinu.....
Kv. Valdimar
Orri said…
Fagmaðurinn mælir með: Seven habits....gæða selfhelp það.

Besta selfhelp bók ever heitir þó "Mind over mood" eftir Greenspan og Padesky. Sú bók gæti nærlega gert mína stétt óþarfa......

Nærlega...

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…