Skip to main content

Posts

Showing posts from September, 2005

Dásamlegt samtal

Eftirfarandi samtal milli tveggja, á að giska 9 ára gamalla drengja, heyrði ég í sundlaug Akureyrar í sumar:

"Það kostar allt í heiminum 250 kall...........nema það sem kostar ekki 250 kall"
"Ekki í Bandaríkjunum..................þar eru dollarar, ekki krónur"
"Jaaaaaaá.........en það eru samt fleiri en 250 kallar í Bandaríkjunum"

Þetta er strangt til tekið allt hárrétt hjá drengjunum! Eitt dásamlegasta samtal sem ég hef heyrt.