Skip to main content

Breaking the silence

Djöööööfull er ég búinn að vera lélegur að blogga! Þetta er náttúrulega augljós leið til að tapa lesendahópnum.

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég er byrjaður í nýju vinnunni og það er búið að vera mikið fjör. Strax á öðrum degi var ég t.d. farinn að kynna fyrirtækið opinberlega. Þetta er upp á amerísku kallað að "hit the ground running". Mér var svo úthlutað lista af verkefnum og ljóst mál að ég mun ekki sitja auðum höndum. Ég verð m.a. ábyrgur fyrir innleiðingu Oracle starfsmannakerfis. Bad karma man! Ég var kominn með upp í kok af Oracle þegar ég hætti hjá Varnarliðinu. Jæja....reynslan nýtist mér vonandi til að tryggja vandræðalausa innleiðingu (knock on wood.........bank, bank,bank)

Mér líst rosalega vel á fólkið sem ég er að vinna með- allt indælt, duglegt, klárt og kraftmikið fólk. Þetta er hörku teymi. Það segir mikið um áherslur fyrirtækisins að mannauðs- og samskiptateymið skuli vera 9 manna hópur. Ég held að það sé ekki fordæmi fyrir slíku á Íslandi. Enda verða margar spennandi nýjungar í starfsmannamálum. Ég held að það sé ekkert verkefni á þessu sviði meira spennandi hér á landi- og þótt víðar væri leitað.

Ég fer svo til Kanada í þarnæstu viku. Þar er um að ræða vikuferð til Quebec fylkis þar sem við ætlum að skoða flottasta álver Alcoa (flottasta þar til álverið okkar opnar, sko). Við förum fimm héðan, en við erum öll nýlega byrjuð hjá fyrirtækinu. Við munum gista á litlu gistihúsi sem heitir Maison Deschambault . Þarna eru nákvæmlega fimm herbergi, þannig að við leggjum pleisið undir okkur. Þetta er víst rómaðasti veitingastaðurinn á svæðinu og frægur fyrir að valda ótrúlegri þyngdaraukningu á skömmum tíma- sem er ekki gott mál fyrir undirritaðan sem er nálægt sögulegu hámarki í þyngd (88 kg! Glúbb). Þetta verður örugglega góður túr og líklegt að maður komi margs fróðari til baka.

Ég er svo á leiðinni suður um helgina þar sem ég ætla að drekka rauðvín með Jeeves félögum og fara á árshátíð KPMG. Ég fæ sem sagt að djamma með fullu húsi af endurskoðendum og hlusta á Sálina hans Jóns míns (sem hljómar svipað og að fá rótarfyllingu á tónleikum með Kenny G). Það hefur reyndar komið mér á óvart að endurskoðendur eru bara frekar skemmtilegir- eða a.m.k. starfsmenn KPMG (enda hlýtur það að vera skemmtilegt fólk sem velur sér þann starfa að skoða endur daginn út og inn). Auk þess gistum við og borðum á Nordica, sem er nú ekkert slor!

Anyhoo.......

Smell you later:

Siggi

Comments

Anonymous said…
The XForms Flickrbar and Flickr-strips
In my last post I showed a few screenshots of a browser toolbar that allows you to search Flickr.
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a .#<>>http://www.blogger.com/comment.g?blogID=17339350&postID=113097732955208005<<# site/blog. It pretty much covers .#<>>http://www.blogger.com/comment.g?blogID=17339350&postID=113097732955208005<<# related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…