Skip to main content

Veðurtepptur

Ég er búinn að vera veðurtepptur á Norðfirði í allan dag. Það var reyndar bara ágætt, enda get ég svo sem unnið hvar sem er ef ég hef tölvu og síma. Þetta vekur mann samt til umhugsunar um samgöngumálin.

Það þarf ekkert tala við elstu menn til að rifja upp tímabil þegar veður eins og við upplifðum hér í dag voru mjög algeng á vetrum. Fyrir 15-20 árum var svona veður oft á vetri og raunar var talað um mildan vetur ef skaflar urðu ekki hærri en einlyft hús. Þrátt fyrir umtalaða hnatthlýnun, þá er ég smeykur um að við gætum átt eftir að upplifa svona vetur á ný.

Sem undirstikar nauðsyn þess að fá almennileg göng í gegnum þessi fjöll okkar. Oddskarðsgöng eru náttúrulega löngu orðin gersamlega fáránleg, og þau eru raunar ólögleg skv. Evrópustöðlum. Ég keyri þarna í gegn á hverjum degi og oftar en ekki lendir maður í því að bakka af því að einhver örviti kann ekki reglurnar, eða er ófær um að finna bakkgírinn. Göng takk....strax!

Ef stjórnvöld vilja styðja við þá uppbyggingu sem nú á sér stað á Austurlandi, þá geta þau ekki eytt peningunum í neitt betra en Oddskarðsgöng (til að byrja með...svo þurfum við náttúrulega tengingu við Seyðisfjörð og Hérað) Þetta meikar sens á ýmsum forsendum:

-Það myndi gera Fjarðabyggð að einu atvinnusvæði. Raunhæfu atvinnusvæði þar sem menn þyrftu ekki að vera haldnir sjálfeyðingarhvöt til að láta sér detta í hug að sækja vinnu í næsta byggðarlagi.

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að Fjórðungssjúkrahúsinu (krefst ekki frekari útskýringa)

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að eina iðnskólanum í fjórðungnum. Þessi punktur skiptir miklu máli á tímum þar sem iðnaður er í gríðarlegri uppsveiflu og framtíðarskortur á iðnmenntuðu fólki blasir við.

-Það myndi senda sterk skilaboð til sveitarfélaga um að sameining skili einhverri góðvild hjá ríkinu.

-Það myndi gefa mér rúman klukkutíma á dag til að eyða í eitthvað annað en að hristast í blikkdollu og brenna jarðefnaeldsneyti.

Nuff said

Fékk það staðfest í dag að ég er á leið til Brasilíu í maímánuði. Það verður örugglega áhugavert. Ég er að fara á námskeið og að skoða álver sem náð hefur athyglisverðum árangri í gæðamálum. Er að spá í að eyða helgi í Lissabon á leiðinni út. Það eru hins vegar tveir alvarlegir gallar við þessa ferð:

-Ég missi sennilega af afmælinu hennar Jónu, þann 27. maí

-Ég þarf að fá spautur við stífkrampa, taugaveiki, mænuveiki, svartadauða, malaríu, hægðatregðu, niðurgangi, eyrnaveiki, nýrnaveiki, heilabilun, gin og skaufaveiki.

Ég elska Jónu

Ég hata spautur

Comments

Sigrún said…
samt betra að láta sprauta sig en drepast úr drullu eða öðru minna skemmtilegu...
Hugi said…
Það þarf nauðsynlega að finna nýtt orð fyrir göng. Það verður allt vitlaust þegar maður segir þetta orð við höfuðborgarbúa.

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…