Skip to main content

Breaking the silence

Whoa! Það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera því skil, enda örugglega búinn að glata lesendahópnum endanlega og gæti því alveg eins verið að skrifa flöskuskeyti.

og þó...............

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

-Komið til Portúgal, Brasilíu og Tyrklands
-Látið krúnuraka mig
-Kafað
-Skoðað rústir Efesusborgar
-Gengið á fjöll
-Orðið brúnni en ég hef verið í mörg ár (þ.e.a.s. fólk sem ég mæti í sundi er hætt að hníga niður í snöktandi hrúgu sem segir í sífellu "augun í mér! augun í mér!)
-Lesið a.m.k. 20 bækur
-Spilað eitt gigg í Egilsbúð með Rokkhundunum (það var GAAAAAMAN)
-Drukkið 700 lítra af bjór (er nú hættur bjórdrykkju....aftur)
-Drekk í staðinn fyrir bjórinn eitt glas af rauðvíni á dag. Most refreshing.

Anyhoo........Ég hef a.m.k. augljóslega ekki setið alveg auðum höndum.

Ég er rétt að skríða saman og ná áttum eftir sumarfríið. Það var dásamlegt að taka sér gott frí. Ég náði að slappa mjög vel af. Mun betur en í Portúgal í fyrra. Mæli eindregið með Tyrklandi. Tyrkir hafa t.d. svona 30 sinnum meiri þjónustulund en Portúgalir- Virðast mjög vingjarnlegir að eðlisfari og vilja allt fyrir mann gera. Kannski skýrist þetta bara af gengismun...veit ekki...held þó ekki. Það er skratti erfitt að feika alvöru bros.

Ég er núna á fullu að undirbúa mig andlega fyrir veturinn. Er að viða að mér andlegu fóðri og er að plana líkamlega uppbyggingu samhliða. Keypti af rælni bók sem heitir því skelfilega nafni "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn", eftir gaur sem heitir Robin Sharma. Bókin er ansi matarmikill grautur af ýmiskonar sjálfseflingarliteratúr. Það er ekkert nýtt í henni en það sem gefur henni aukið gildi er það að spekin er sett á söguform. Reyndar er sagan frekar hallærisleg, en þetta er þó að virka skrambi vel á mann. Stöffið sem hann er vitna í er allt hægt að finna í bókum eftir Chopra, Covey, Seligman, Anthony Robbins, Millman o.fl. Það er hins vegar mjög gagnlegt hvað gaurinn er lítið að reyna að vera frumlegur. Hann er einfaldlega að tengja þessar pælingar prýðilega saman og skella því á söguform svo að maður muni það betur og hafi það allt á einum stað. Því skiptir í raun ekki miklu máli þótt sagan sé hálfgert crap.

Ef þið viljið krasskúrs í sjálfseflingu þá get ég mælt með þessari bók. Og ef þið þurfið ítarefni í kjölfarið þá megið þið senda mér línu og ég skal mæla með einhverju sniðugu.

Ein ástæða fyrir því að ég las bókina er sú að ég er að plana daglangann sjálfseflingarkúrs sem ég ætla að kenna nýjum starfsmönnum Alcoa-Fjarðaáls. Ég er eindreginn talsmaður þess að mannauðsstjórnun og mannrækt séu nátengd fyrirbæri.

Veturinn leggst annars vel í mig. Þetta verður erfitt...en vonandi gaman. Svolítið eins og lífið almennt: Erfitt....en vonandi skemmtilegt.

Farið vel með ykkur. Og hvert annað.

Fokk! Did I just quote Jerry Springer??!

Comments

Anonymous said…
Velkominn heim!

Knúturinn.
Steinunn Þóra said…
Þú ættir nú miklu frekar að mæta með okkur fjölskyldunni á mótmæli þegar þú verður næst í bænum, en að vera að lesa allar þessar sjálfshjálparbækur. Ég veit allavega ekki neina betri leið til að öðlast sálarró.

Nú og ef þér tekst ekki að koma á innri friði með okkar aðferð þá má allavega vona að við mjökumst skrefinu nær ytri friði.

Svo í framhaldinu getum við jafnvel boðið upp á mótmælanámskeið fyrir starfsmennina þína...

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…