Skip to main content

Lækkun matarverðs

Skyldi lækkun matarverðs tengjast því eitthvað að nú eru kostningar í vor? Duh!

Nú opnast pyngjan og við getum verði alveg viss um að hún mun opnast þegar tækifæri gefst til að gera sem mestan mat (pun intended) úr því pólitískt. Sumsagt, popúlismi af svæsnustu gerð. Hefði ekki verið sniðugt að leggja þessa milljarða t.d. í barna og unglingageðdeild eða eitthvað annað brýnt málefni. Það er ekki eins og ekki sé af nógu að taka.

(Ekki það...matvælaverð er náttúrulega fáránlega hátt á Íslandi og besta mál að mjaka því niður- en ég held bara að stóri vandinn í því samhengi séu ekki skattar, heldur innflutningshöft og gráðugir stórkaupmenn, en.....nóg um það)

Að mínu viti snýst pólitík fyrst og fremst um tvennt: a) Að tryggja að efnahagslegur jarðvegur sé frjór og laus við illgresi; og b) Að tryggja sem flestum sem besta möguleika á því að lifa góðu og hamingjuríku lífi.

Núverandi stjórnvöld hafa að mörgu leyti staðið sig vel hvað varðar lið a). Stærstur hluti þess árangurs sem nást hefur má þó öðru fremur rekja til inngöngu okkar í EES. Þó má vera að lækkun fjármagnstekjuskatts hafi haft talsverð áhrif. Það er þó klárt mál að það ríkir ekki stöðugleiki á Íslandi og menn hljóta að spyrja sig hvort svo gríðarlegar sveiflur á gengi gjaldmiðilsins séu forsvaranlegar. Við höldum jú úti minnsta "fljótandi" gjaldmiðli heimsins. Útflutningsgreinarnar hafa fundið VERULEGA fyrir þessum sveiflum (og þið ykkar sem ætlið að kenna stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi alfarið um hátt gengi krónunnar: Save your breath)

Hvað varðar lið b) þá er dagljóst að núverandi stjórnvöld eru að klúðra ýmsu án þess að sýna mikla tilburði í þá átt að bæta um betur. Dæmi:

Lýst er eftir menntastefnu Íslendinga. Hún sást síðast árið...uh....uh...Ok..Hún hefur aldrei sést, en ákveðnir aðilar við Sölvhólsgötu halda því statt og stöðugt fram að hún sé til. Menntakerfið okkar er náttúrulega djók. Í Noregi ljúka 98% þjóðarinnar einhverskonar starfsnámi. Á Íslandi er þessi tala um eða innan við 50% og þekkist vart annað eins í hinum vestræna heimi. Samt skera menn niður framlög til framhaldsskólastigsins og eru ótrúlega lítið að gera til að laga þetta. Mjög takmarkað framboð er á menntun fyrir þann hluta landsmanna sem ekki er svo lánsamur að búa á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir fullkomnar tæknilegar forsendur til að halda uppi öflugu fjarnámi á flestum útnesjum. Menntun er eitthvað öflugasta þjóðfélagsþróunartæki sem þekkist og við VERÐUM að standa okkur betur á því sviði. Legg til að við gerum Jón Torfa að menntamálaráðherra.

Það bendir líka margt til þess að við séum að klúðra því að gera þetta að góðu samfélagi. Skv. nýlegum fréttum koma nú reglulega tilfelli inn á BUGL, jafnvel niður í 8 ára grey, sem vilja ekki lengur vera til. 8 ára börn greinast líka með anorexíu. Við höfum það betra efnahagslega en nokkru sinni fyrr, en keppumst við að drekka og éta okkur í hel. Eða sitjum dofin í miðri dótahrúgunni og störum á sjónvarpskjáinn með bjór í hönd og sleftaum úr munnvikinu.

Kannski er þetta svaragallsraus, en mér finnst margt af þessu skuggalegt og ég vildi óska þess að við hefðum stjórnvöld sem væru að spá í hverju sætti. Stjórnvöld sem væru að spá í þá heildarmynd sem við blasir og markvissar mótvægisaðgerðir.

En það er væntanlega útópía: Heimur þar sem Jón Torfi er menntamálaráðherra, Stefán Ólafsson er félagsmálaráðherra; heimur þar sem enginn vinnur meira en 8 tíma á sólarhring; þar sem menn hugsa um INNIHALD ekki umbúðir; þar sem maður er manns gaman og menn bera virðingu hver fyrir öðrum.

Comments

yp2qqfj66k said…
hey, I just got a free $500.00 Gift Card. you can redeem yours at Abercrombie & Fitch All you have to do to get yours is Click Here to get a $500 free gift card for your backtoschool wardrobe
Steinunn Þóra said…
Vá hér er aldeilis búið að vera líf að undanförnu.

Aðeins varðandi b) liðinn. Af hverju bara ekki að tryggja ÖLLUM sem besta möguleika á að lifa góðu og hamingjuríku lífi, svona fyrst við erum að þessu á annað borð?
Orri said…
Ég fagna þessu hypomaníska bloggkasti þínu innilega, Siggi.

Gaman að lesa gott blogg...
Anonymous said…
Sammála Or og St. Gaman að sjá líf hérna.
Anonymous said…
Jamm...það er nottlega best að allir eigi möguleika á góðu lífi. Ég er greinilega ekki nógu metnaðarfullur.

Annars er gaman að sjá að það les einhver ennþá bloggið mitt!

kv.
Siggi

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…