Skip to main content

Jóla og nýársblogg

Sæl öll

Ég óska ykkur öllum hamingjuríks nýárs og vona að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar.

Ég og mínir höfum haft að mjög gott. Við eyddum jólunum í Trysil í Noregi þar sem við stunduðum skíðamennsku og kappát. Það var alveg stórskemmtilegt, þrátt fyrir að lítið hafi verði um snjó. Norðmennirnir eru ansi lúnknir við að búa hann til og það er bara ágætt að skíða í tilbúnum snjó. Ég fílaði mig vel á skíðunum og ekki laust við að þetta hafi endurvakið áhuga minn á íþróttinni. Ég skíðaði núna hraðar heldur en ég hef nokkurntíman gert og var að fíla það stórvel. Ég var í brekkunum í 4-5 tíma á dag þannig að þetta var fyrsta fríið sem ég man eftir þar sem ég léttist um 1 kg. Magnað. Það var samt skrítið að vera ekki með stórfjölskyldunni um jólin og þetta var eiginlega svolítið eins og að sleppa jólunum. En...alltént, frábært frí með frábæru fólki. Tak for det.

Ég las tvær bækur í fríinu- "Sá yðar sem syndlaus er", eftir Ævar Örn og "Sér grefur gröf sem grefur", eftir Yrsu Sigurðardóttur. Djöfull er gaman hvað Íslendingar eru orðnir góðir í að skrifa reyfara! Báðar bækurnar eru stórskemmtilegar. Bók Ævars er meira raunsæisverk, en Yrsa er að stimpla sig ótrúlega sterkt inn sem hugmyndaríkur höfundur sem vílar ekki fyrir sér að skrifa algeran viðbjóð til að "mess with your head". Hún á eftir að verða stærri en Arnaldur- mark my words.

Ég eyddi áramótunum á Akureyri. Það var stórskemmtilegt. Ég fór í mat hjá Pétri, ömmubróður mínum. Hann og Ragnheiður konan hans eru mikil öndvegishjón og alltaf gott að borða hjá þeim. Frændi var í gær að vinna sinn síðasta vinnudag, orðinn 76 ára gamall (að ég held). Hann byrjaði að vinna 9 ára og því má með sanni segja að um hafi verið að ræða tímamót. Ég vona innilega að ég muni hafa þrek og áhuga til að vinna jafn lengi og frændi minn. Hann hefur átt og rekið gullsmíðaverkstæði og verslun í áratugi, en er nú búinn að selja. Hann ætlar þó að vinna eitthvað áfram sem starfsmaður og mig grunar raunar sterklega að hann muni verða í a.m.k. hálfu starfi á meðan hann hefur líkamlega getu til. Það hlýtur að vera frábært að hafa svo gaman af starfinu sínu að maður vilji ekki hætta því þrátt fyrir háan aldur.

Anyhoo....

Maturinn var góður og við enduðum svo gleðina með því að sprengja slatta af flugeldum og stúta flösku af Bollinger. Namm.

Um áramót hef ég yfirleitt horft yfir farinn veg, tekið stöðuna og spáð í næstu skref. Ég ætla tvímælalaust ekki að sleppa því í þetta sinn.

Árið var að mörgu leyti skrítið. Ég hef aldrei haft eins mikið að gera, bæði í starfi og einkalífi. Ég skipti um starf á síðari hluta ársins, þótt það væri frekar hliðarspor en eitthvað stórstökk eða breyting. Það var fínasta múv og er alveg að fíla mig fínt í þessum fræðslumálum. Allt mjög uppbyggilegt og á örugglega eftir að verða enn skemmtilegra. Ég ætla samt að vona að næsta ár verði ekki....ja....eins kaótískt. Ég held að það verði forgangsatriði að ná meiri stöðugleika í lífið og tilveruna á næsta ári. Það á bæði við um vinnu og einkalíf.

Mér finnst ég líka ekki vera í nógu góðu formi og ég er orðinn allt of háður sykri, kaffi og áfengi fyrir minn smekk. Ég ætla því að byrja árið á því að:

1. Hreyfa mig á hverjum degi. Vakna alla morgna kl:6:00 og sprikla. Mind over matress!
2. Éta hollari mat. Drekka vatn, borða í hófi og sleppa óþverranum.
3. Drekka lítið sem ekkert áfengi og venja mig af koffíni

Þetta verður ágætis áskorun, en ég hef sterklega á tilfinningunni að ég verði að koma mér í betra form og finna að ég sé ekki háður nokkrum sköpuðum hlut.

Ég set mér að sjálfsögðu fjölda annarra markmiða, en ég ætla að halda þeim fyrir mig í bili.

Ég vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt og gott og að ég hitti ykkur sem flest á næsta ári.kveðja:
Siggi

Comments

inga hanna said…
ég óska þér og þínum gleðilegs árs :)
Anonymous said…
Takk Inga Hanna og sömuleiðis.Vona að þið hafið haft það gott og eigið gæfuríkt nýtt ár!

kv.
Siggi
Valdi said…
Ertu nokkuð hættur í blakinu?? þú mætir nefnilega ekki í gær?
Anonymous said…
Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis! Og takk fyrir ánægjulegar skíðastundir! Verðum sko að fara í svona ferð aftur...
Denni Pjé.
Anonymous said…
Árið Siggi! Við verðum að fara hittast. Fara á þorrablót eða eitthvað.

Þenn venur,

Jón Knútur.
Valdi said…
HVað segirðu ertu hættur að blogga?

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…