Skip to main content

Af hverju er ekki almennilegur veitingastaður í Fjarðabyggð?

Á Egilsstöðum eru a.m.k. 3 ágætlega frambærilegir veitingastaðir. Á Seyðisfirði er mjög góður veitingastaður. Í Fjarðabyggð er hins vegar ekki einn einasti veitingastaður sem gæti talist boðlegur (með þeim fyrirvara að ég hef ekki komið á Sumarlín á Fáskrúðsfirði. Ef eitthvað annað á við um þann stað þá bið ég eigendur hans og alla Fáskrúðsfirðinga auðmjúklega afsökunar).

Hvernig í ósköðunum stendur á þessu? Hefur fólk í Fjarðabyggð ekki áhuga á því að borða góðan mat? Er ekki markaður fyrir góðan veitingastað? Ég held að svo sé og að þörfin sé raunar mjög mikil. Ef einhver tæki sig til og opnaði almennilegan veitingastað á Reyðarfirði þá gæti sá hinn sami haft fínan pening upp úr því. Fólk í Fjarðabyggð á ágætlega stætt, auk þess sem traffíkin í kringum álverið á eftir að vara í mörg ár. Á hverjum tíma eru jafnvel tugir gesta í álverinu- fólk sem er alveg til í að eyða peningum í góðan mat, enda með kreditkort frá fyrirtækinu til að borga brúsann. Þetta fólk þarf í dag að sætta sig við mjög óspennandi valkosti.

Er virkilega svona mikið mál að reka sæmilegan veitingastað. Er ekki nóg að hafa metnað, sæmilegan smekk og kunna að taka á móti gestum? Ég held að það þurfi ekki mikið meira til. Núverandi veitingastaðir í Fjarðabyggð eru hins vegar því miður nánast gersneyddir öllu framangreindu. Maturinn er mjög misjafnlega eldaður, einstaklega óspennandi og yfirleitt afar ófagmannlega fram borinn. Það hvarflar oft að manni að fólk sem þjónar til borðs hafi aldrei svo mikið sem pantað sér máltíð á alvöru veitingahúsi.

Allavega....ég var víst búinn að lofa að vera jákvæður bloggari, þannig að ég ætla að hætta þessu tuði.

Ég vil hins vegar skora á metnaðarfull, kurteist smekkfólk, hvar sem það kann að leynast, að opna almennilegan veitingastað. Ég lofa að verða reglulegur gestur og ef það verður á Norðfirði þá skal ég jafnvel mæta vikulega! Það gæti tekið smá tíma að koma íbúum upp á lagið með að fara út að borða en ég held þó að það myndi gerast hratt ef vandað væri til verka. Þetta er mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur íbúa, enda á mörkunum að samfélag geti talist lífvænlegt nema að það skarti a.m.k. einum sæmilegum veitingastað.

Comments

Orri said…
Heyr, heyr!
Á mínu heimili var nýverið lagst í kostnaðar- og ábatagreiningu varðandi það að flytja austur á land. Niðurstaðan var sú að það sem við værum helst að missa með flutningi væri þessi möguleiki að geta farið út að borða á spennandi veitingastað annað slagið. Þetta er ekki lítil fórn að færa.
Siggi Óla said…
Jamm...þetta sökkar. Hefur reyndar hvatt mann til dáða í eldamennsku. Maður leyfir sér líka meira þegar maður fer til Reykjavíkur fyrir vikið. Svo er nottlega hægt að bruna í Héraðið eða á Seyðisfjörð og fá sér dýrindis fóður. En MIKIÐ væri gaman ef maður gæti fengið almennilegan mat í heimabyggð- því maður vill jú versla í heimabyggð.

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…