Skip to main content

Posts

Showing posts from March, 2008

Álbandið í Eskivík

Jæja! Álbandið tryllir lýðinn í Eskivík um helgina. Ball frá 24:00-3:00. Alcoar mæta kl:22:00, hita upp og skála. Við lofum miklu rokki og róli! Be there....or be square!
Afsaka annars gríðarlega bloggleti upp á síðkastið. Hef ekki fundið mig knúinn til að segja margt. Er á mjög skrítnu skeiði í tónlistarpælingum. Er enn stórneytandi á Bach, sérstaklega selló- og lútusónóturnar, en er svo dottinn í minimalíska nútíma tónlist...Arvo Part og Jóhann Jóhannsson. Hlusta út í eitt á verk sem heitir Te Deum eftir Part sem Hugi vinur gaf mér um árið. Algjör snilld. Mikil handanheimsfegurð þar á ferð. Var að panta mér ca. 4 titla í viðbót af Part. Jóhann Jóhannsson er líka alger snillingur. Ég hlusta mikið á verk sem heitir Virðulegu forsetar. Bæði þessi verk hafa þá eiginleika að manni finnst maður vera betri manneskja eftir að hafa hlustað. Ég hef heyrt að tónlist Jóhanns við leikritið Englabörn sé alger snilld, enda pantaði ég hana af Amazon (eftir að hafa reynt að fá hana í Skífunni og Tóns…