Skip to main content

Nýr Júlíus
Drengur er fæddur, Júlíus Bjarni Sigurðsson. Móður og syni heilsast vel. Drengurinn kom í heiminn á slaginu 8:00 í morgun, en 8 tímum áður, á miðnætti, fossaði legvatn skyndilega um allt svefnherbergisgólf. Fæðing gekk stóráfallalaust og drengurinn er hraustur og heilbrigður, 13,5 merkur. 
Þetta er greinilega mjög akkúrat drengur og ekki ólíklegt að hann eigi framtíð fyrir sér sem verkalýðsforkólfur. Hann er auk þess fæddur á uppstigningardag, eins og Óli afi hans, sem þó er fæddur 27. maí. Hann hefur verið nefndur Júlíus Bjarni í höfuðið á langöfum sínum, en ótækt þótti að ekki væri lengur neinn Júlli á Skorrastað. Nafnið Bjarni smellpassar svo sem miðnafn. Tvö sterk nöfn fengin frá tveimur sterkum karakterum. Kannski drengurinn verði útvegsbóndi... 
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af gripnum, þreyttri móður og stoltri systur:


kv.
Siggi

P.s. Á Skorrastað fæddist einnig folald í nótt og lamb í morgun...þetta er greinilega að ganga

Comments

Steini Stellu said…
Frábært.. tær snilld og innilega til hamingju. Það blasir náttúrulega við - svona þegar bent er á það að það vantaði nýjan Júlla á Skorrastað. Með uppeldi í anda Seligmans getur svo ekkert klikkað :-) Hann verður ánægður gleðigjafi.
Orri said…
Innilega til hamingju með drenginn!
Hann er stórglæsilegur, auðvitað.
Anonymous said…
Innilega til hamingju- frábært! Njótið þess að knúsast saman í einni klessu sem lengst!

Kveðja Krissa
Anonymous said…
Innilega til hamingju- frábært! Njótið þess að knúsast saman í einni klessu sem lengst!

Kveðja Krissa
Steinunn Þóra said…
Til hamingju með þennan stórglæsilega dreng. Ég er þegar farin að hlakka til að kynnast honum í sumar.
frujohanna said…
Innilega til hamingju með flottan Júlíus Bjarna! Þetta eru flott systkyni. Ég væri alveg til í að líta svona "þreytt" út eftir sex vikur. Kærar kveðjur til Jónu.
Anonymous said…
Kæra fjölskylda innilega til hamingju með Júlíus Bjarna!! :) Bestu kveðjur, Unnur Ása og CO..
Anonymous said…
Hjartanlega til hamingju !
Fallegt nafn á fallegan dreng.

Gangi ykkur vel
Svana o.co
Bryndís said…
Hjartanlega til hamingju með myndarlegan dreng og myndarlegt nafn.

Kærar kveðjur til ykkar allra.
Bryndís Zoëga.
Siggi Óla said…
Takk fyrir allar kveðjurnar! Þær hlýja okkur um hjartarætur (sem þó eru í volgara lagi þessa dagana!)

kv.
Siggi
Valdi said…
Þetta er glæsilegur drengur. TIl hamingju öll á skorrastað með Júlla, Follaldið og Lambið :-)
inga hanna said…
Innilega til hamingju með barnið! bið kærlega að heilsa Jónu og Siggu Theu.
Kv. Inga Hanna

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…