Skip to main content

Posts

Showing posts from October, 2008

Hvað er að kapitalismanum?

Þessa dagana hriktir í stoðum kapitalismans og heimurinn stendur á heljarþröm. Við gætum verið á barmi nýrrar heimskreppu, með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Reyndar er heimurinn að mörgu leiti betur undir slíkt búinn en hann var í lok þriðja áratugarins en að sumu leiti er hann líka verr undir það búinn. T.d. er dreifingarfyrirkomulag matvæla orðið þannig að matvæli geta klárast á skömmum tíma ef illa fer, þótt líklegt sé að slík vændræði væru tímabundin. Hvað alla innviði varðar er hins vegar ljóst að við erum mun betur í stakk búin til að glíma við erfiðleika af þessu tagi en fyrri kynslóðir. Ef allt fer á versta veg má einnig leiða að því líkum að fituforði landsmanna muni duga í einhvern tíma, enda annar hver landsmaður vel yfir kjörþyngd.
Þessi kreppa sem nú skellur á okkur ýtir við gömlum efasemdum mínum um kapitalismann, eða öllu heldur ákveðnar hliðar hans. Ég hef alltaf verið tortrygginn gagnvart hinni "ósýnilegu hönd" markaðarins og þeirri pælingu að græðgi g…

Chicagoblogg

Chicago er verulega flott borg. Geggjaður arítektúr og fín stemning. Manni finnst maður stundum vera staddur í ER þætti og fær óverðskuldaðan deja vu fíling reglulega. Ég er búinn að fara bæði á djass- og blústónleika og í gær fór ég á listasafn borgarinnar sem er hreint út sagt frábært.

Það merkilegasta sem kom fyrir í ferðinni gerðist hins vegar fyrsta morguninn okkar hér- þriðjudagsmorgun. Þar sem við erum að ganga inn í morgunverðarsalinn kem ég nefnilega auga á frænku mína, Melissu Press! What are the odds? Ég á fjóra ættingja í Ameríku og þau búa í Boston. Svo rekst ég á þau í Chicago! Fáránleg tilviljun. Það kom í ljós að þau eru með "bás" (7000 titla) á bókaheildsölukaupstefnu sem fram fer hér á Hilton hótelinu. Þar hitti ég Michael Pétur Press, frænda minn og Jeffrey Press, pabba hans líka. Fór með þeim út að borða í gærkveld og var glatt á hjalla. Þetta er sennilega eitt það furðulegasta sem hefur drifið á mína daga.

Nú tekur við löng og leiðinleg heimferð sem byrjar…

Ég á afmæli í dag

"Ég á afmælí dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmælí dag". Hiphip: Húrra!

Nú er ég orðinn 34 ára gamall. Sem er bara flott. Ég var samt að pæla...Nú er ég orðinn jafn gamall og mamma var þegar ég var 16 ára. Sjittmar....

Það er þó ekki nokkur spurning að lífið batnar jafnt og þétt með aldrinum. Ég er farinn að halda að ellin verði stórskemmtileg! Ég nenni a.m.k. ekki að vera með neinn barlóm yfir því að hrukkunum fjölgi og hárunum (á höfðinu þ.e.) fækki. Málið er að njóta þess að vera til....enjoy the ride. It's the journey, not the destination, eins og heimspekingar Hertz bílaleigunnar hafa réttilega bent á.

Í dag flýg ég til Boston og svo áfram til Chicago þar sem ég ætla að sitja áhugavert námskeið...um námskeið. Skemmtilegt. Það er ekkert ljóst hvenær maður kemst næst til útlanda, þannig að það er eins gott að njóta þess.

Ég er í miklum pælingum um kapitalisma þessa dagana. Takmarkanir hans og gallar eru að koma glögglega í ljós þessa dagana. Mig grunar að rót vandans sé h…

Kind of Death

Ég stofnaði á dögunum í félagi við skemmtilegt fólk hljómsveit sem fékk nafnið "Kind of Death". Skemmtilegt band sem spilar aðallega rokk í þyngra kantinum frá 7. og 8. áratugnum. Hljómsveitina skipa Pjetur Hallgrímsson, Þröstur Rafnsson, Marínó Gylfason, Guðmundur Höskuldsson, Jóhanna Seljan og yðar enlægur. Hljómsveitin tróð upp í Blúskjallaranum þann 19. september og gekk giggið bara ágætlega. Við spiluðum:

1. Pearly Queen með Traffic
2. Alright Now með Free
3. Move over með Janis Joplin
4. Alone með Heart
5. Its only goodbye með Gentle Giant
6. Mary Long með Deep Purple
7. More than a feeling með Boston
8. Barracuda með Heart

Þetta prógramm féll í ágætis jarðveg og mikið var gaman að spila þetta. Sérstaklega var gaman að spila More than a feeling. Það var góður....fílingur.

Af einhverjum ástæðum skrifaði JensGuð, ofurbloggari um hljómsveitina- sennilega vegna þess að honum fannst nafnið sniðugt. Hann er með fáar staðreyndir á hreinu, en skemmtilegt samt:

http://jensgud.blog.is/blog…