Skip to main content

Posts

Showing posts from July, 2009

Eistnaflug

Ég fór á hina stórfenglegu Eistnaflugshátíð um síðustu helgi í fyrsta skipti. Skemmtilegasta tónlistarhátíð sem ég hef farið á. Ég hef aldrei farið á svo fjölmennt mannamót hér á landi sem var jafn algerlega laust við bögg og vesen. Það var eintóm ást í loftinu. Mjög sérstakt og áhugavert í ljósi þess hve tónlistin er ofuraggressíf og á köflum hreinlega djöfulleg. Einnig er stór hluti hátíðargesta afar skrautlegur svo ekki sé meira sagt. Reyndust svo upp til hópa vera bestu skinn undir svakalegu yfirborðinu. Þetta er þveröfugt við upplifun mína af ýmiskonar hátíðum og samkomum þar sem "venjulegt" fólk kemur saman. Það er ekki haldin sú harmonikkuhátíð að allt logi ekki í slagsmálum, nauðgunum og almennum leiðindum (sem gæti reyndar verið vegna þess að geðveila er forsenda þess að fíla harmonikkutónlist). Þungarokkarar virðast einfaldlega fá útrás fyrir aggressjón í tónlistinni- hvort sem þeir eru á sviði eða á dansgólfinu í "pyttinum".
Ég prófaði í fyrsta skipti á æ…