Skip to main content

Posts

Showing posts from November, 2009

Tónleikar

Ég hef farið á nokkuð marga tónleika um ævina. Það er fátt sem jafnast á við þá ánægju sem maður fær af góðum tónleikum. Stundum er um að ræða bönd sem maður er búinn að pæla í heillengi og maður veit nokkurn vegin á hverju maður á von, en stundum rennir maður alveg blint í sjóinn og upplifir svo eitthvað alveg nýtt og ferskt. Ég ætla hér að rifja upp slatta af eftirminnilegum tónleikum sem ég hef fari á í gegnum tíðina og byrja á tónleikum með erlendum rokkhljómsveitum:

1. Whitesnake/Steve Vai:
Whitesnake kom upp á frón og spilaði í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta var ca. 1990. Ég var nýlega búinn að kynnast gítargoðinu Steve Vai sem var þá nýlega búinn að gefa út plötuna "Passion and Warfare" sem er sennilega ein mest selda gítarrúnkplata allra tíma. Whitesnake var hins vegar að fylgja eftir hinni stórgóðu plötu "Slip of the tounge". Ég var búinn að hlusta gat á báðar plöturnar og var því vel undirbúinn. Ég fór á tónleikana með Dadda, Pabba og Smára Geirs. Við keyrð…