Skip to main content

Naumhyggja

Bið lesendur mína forláts á bloggleti síðustu vikna. Lofa (aftur) að bæta mig. Ástæða bloggletinnar er sú að ég hef verið ákaflega upptekinn síðustu vikurnar. Það er samt ekki gild afsökun. Það versta við svona langt hlé er að maður veit ekki á hverju maður á að byrja. En þetta er svo sem ekki háalvarlegur fréttamiðill eða tilraun til krónólógískrar skrásetningar á lífi mínu, þannig að maður ætti kannski ekki að hafa of miklar áhyggur af því arna.

Síðustu vikurnar hef ég annað slagið dottið í pælingar um naumhyggju (minimalisma) sem lífsstefnu. Mér finnst eitthvað heillandi við þessar hugmyndir, þótt sumir gangi auðvitað ansi langt í þessu. Sumir ganga svo langt að skera eigur sínar niður í það sem kemst í einn bakpoka. Eða einn húsbíl. Það er mjög langt gengið en mér finnst það SAMT heillandi hugmynd. Myndi ekki henta mér vel, en maður veltir því fyrir sér hvernig heimurinn væri ef fleiri hugsuðu svona.

Þeir sem eru í þessum minimalismapælingum hafa fengið upp í kok á neyslu- og efnishyggju. Þeir vilja einfaldara líf þar sem áherslan er á samveru, sköpun og einfalda ánægju. Þeir sjá og skynja að þessi árátta mannsins að leita hamingju í hlutum eða rafrænni skemmtun er blindgata sem leiðir mann ekki að hamingjunni. Draslið gerir ekkert nema að íþyngja manni og endalaust sjónvarpsgláp gerir lítið annað en að kveikja nýjar langanir í meira drasl.

Þetta rímar við margt af því sem ég hef verið að uppgötva síðustu árin, en maður á nú samt langt í land með að verða minimalisti. Ég hef þó gert smá tilraunir til að "afdrasla" og hyggst fjölga þeim. Ég tók t.d. fataskápinn minn í gegn um daginn og losaði mig við fullan stóran ruslapoka af fötum. Þegar ég fór í gegnum hrúguna fann ég fullt af fötum sem ég hafði ekki farið í svo mánuðum skipti. Og til hvers þá að halda í dótið? Af því að maður borgaði einhverntíman fyrir það? Það finnast mér ekki nægilega sterk rök. Ég losaði mig því við dótið og leið betur á eftir. Nú er ég fljótur að finna mér föt að fara í vegna þess að það sem eftir er í skápnum eru föt sem ég vil ganga í. Mig grunar að sambærilegum árangri megi ná í ýmsu öðru, svo sem bóka- og diskasafninu. Ég efast samt um að ég geti mannað mig upp í að losa mig við diska. En eitthvað af þeim mætti kannski vera í kassa uppi á lofti, en ekki í stútfullri hillu þar sem maður finnur aldrei neitt í öllu kraðakinu.

Þetta passar líka ágætlega við þær pælingar sem ég hef verið í varðandi mataræði og hreyfingu. Borða minna- sem mest náttúrulegt og einfalt- og hreyfa mig skynsamlega. Ég lyfti einu sinni í viku, spila blak þegar ég má vera að, fer í labbitúra og fjallgöngur...Einfalt, skemmtilegt og gott. Það þarf ekki flókin kerfi, eða æfingar á hverjum degi til að ná árangri!

Ég held að það væri fátt hollara fyrir Íslendinga að læra akkúrat núna en naumhyggju. Að njóta þess einfalda og átta sig á því að maður þarf ekki allt þetta veraldlega prjál til að verða hamingjusamur.

Comments

Popular posts from this blog

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartösk…

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…