Skip to main content

Posts

Showing posts from 2014

Viskí- Ástarsaga

Síðustu árin hefur áhugi minn á viskí farið vaxandi og er nú orðinn allt að því þráhyggjukenndur. Ég er endanlega og gersamlega kolfallinn fyrir þessum guðaveigum.

Ég hef drukkið viskí ansi lengi. Var byrjaður að smakka það löngu áður en ég hafði aldur til. Þá var það drukkið með klaka eða út í kók, en svoleiðis gera alvöru viskímenn ekki. Þegar ég var kominn undir þrítugt fór ég svo að daðra við alvöru einmöltunga og á góðar minningar um að sötra Highland Park og Laphroaig með góðum vinum. En svo tók við mikið víntímabil þar sem ég drakk aðallega rauðvín mér til ánægju og ef ég drakk eitthvað sterkara þá var það oftar en ekki koníak. 

Svo kviknaði áhuginn aftur, ekki síst vegna viskíáhuga vina minna sem höfðu frelsast á ferðalagi í Skotlandi (þetta er smitandi!). Á sama tima tók ástkær eiginkona mín upp á því að gefa mér viskíflösku í jólagjöf og það gerði endanlega út um málið. A whisky nerd was born. 

Viskí er dásamlegur vökvi. Það er gífurlega fjölbreytt að bragði og lykt og mun raun…

Aldan

Ég bauð pabba út að borða á Öldunni á Seyðisfirði í vikunni. Hann varð sextugur í maí og ég ákvað að afmælisgjöfin yrði í formi gönguferða og sælkerafóðurs. Það reyndist vera góð ákvörðun. Við gengum víða um þennan fallega fjörð tvo daga í röð og máltíðin olli svo sannarlega ekki vonbrigðum.
Í forrétt boðuðum við grafið lamb með geitaosti. Mikið bragð of hvoru tveggja. Mjög vel heppnaður réttur sem gældi við bragðlaukana. Með þessu drakk ég fyrirtaks Rioja Reserva sem gat staðið uppi í ullinni á lambinu og geitinni. 
Í aðalrétt borðuðum við fisk dagsins, sem reyndist vera þorskur. Á disknum reyndist vera stóreflis hnkkastykki, hárrétt eldað og ekki ofkryddað eða saltað. Datt í fallegar flögur sem bráðnuðu í munni. Þorskurinn var á byggbeði sem var mjög gott, kryddað með hvítlauk og kryddjurtum. Fíngert bragð sem yfirgnæfði ekki þorskinn og smellpassaði. Með þessu var ferskt og gott salat. Í heildina frábær réttur og einhver besti þorskur sem ég hef borðað. Með þessu drakk ég dásamlegt…

Randulfs-sjóhúsið: Matur og tónlist

Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að borða á Randulfs-sjóhúsinu í vikunni. Nafnið er pínu óþjált, en matur og þjónusta voru hins vegar í fínum klassa! Gaman að sjá hvað veitingamenning er á hraðri uppleið í Fjarðabyggð.

Ég kom ekki bara í Sjóhúsið til að snæða, því þetta kvöld voru þar tónleikar sem ég vildi ekki missa af. Vinir mínir í hljómveitinni "Dútl" voru að spila með Garðari Eðvaldssyni og Hugo Hilde. Meira um það síðar.

Við vorum fimm saman og áttum bókað borð. Móttökur voru afar hlýlegar. Mateðillinn er stuttur og einfaldur, en talsverðan valkvíða setti að mér sökum þess hve girnilega allt hljómaði. Ég endaði á því að panta grafna gæs og reykt hreindýr í forrétt, þrátt fyrir að hafa smá áhyggjur af því að sjávarfangið yrði dauflegt í samanburði við svo bragðmikinn forrétt. Ég pantaði mér sjávarréttasúpu í aðalrétt, en Hildigunnur vinkona okkar sem þjónaði okkur til borðs mælti sérstaklega með henni. Ég var skelfilega svangur, þannig að biðin eftir matnum var hálfge…

Kaupfélagsbarinn: Frábær nýr veitingastaður í Neskaupstað

Síðast þegar ég skrifaði pistil á þessu bloggi var ég að bölsótast yfir skelfilegum skorti á alvöru veitingastöðum í Fjarðabyggð. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að borða góðan mat og rann til rifja að hvergi skyldi vera hægt að fá alvöru veitingahúsaupplifun í minni heimabyggð (tek reyndar aftur fram að ég hef ekki prófað Randulfssjóhúsið á Eskifirði, sem er opið yfir sumartímann).

En nú er öldin önnur. Nýtt veitingahús hefur opnað í Neskaupstað og það er sko alvöru veitingahús.

Ég borðaði á Kaupfélagsbarnum á Hildibrand Hótel í gærkveldi með fjölskyldunni. Tilefnið var afmæli eiginkonunnar. Máltíðin var hreint út sagt frábær. Ég byrjaði á humarsúpu. Kannski ekki mjög ævintýragjarnt val af svona spennandi matseðli, en það getur verið mjög gott að prófa klassískan rétt til að gá hvernig veitingastaðir standast samanburð. Súpan var nákvæmlega eins og ég vil hafa humarsúpu, í frábæru jafnvægi, þar sem ekkert yfirgnæfði annað. Skýrt og gott humarbragð, örlítill koníakskeimur, ekki of mi…

Matur er mannsins megin..

..segir máltækið. Því er ég hjartanlega sammála. Mér finnst fátt dásamlegra en að sitja á góðum veitingastað og gæða mér á ljúfum mat og víni, helst í góðum félagsskap. Því þykir mér mjög miður að næsti veitingastaður sem uppfyllir þær kröfur sem matgæðingar gera til veitingahúsa skuli vera á Egilsstöðum. Ég þarf sumsé að keyra í klukkutíma til að kaupa þessa upplifun.

Nú er ég ekki að halda því fram að það sé engin leið að kaupa ætan mat annarsstaðar en á Egilsstöðum. Ég hef oft fengið ágætan mat á veitingastöðum á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Ég hef bara mjög sjaldan fengið þá upplifun að ég sé á alvöru veitingahúsi hér niðri á fjörðum og ég held að allir áhugamenn um mat og matarmenningu deili þessari skoðun með mér. Afleiðingin er auðvitað sú að maður nennir ekki "út að borða" í Fjarðabyggð. Og það finnst mér barasta alveg ferlegt.

Ég ætla því, alveg ókeypis, að gera veitingamönnum hér á svæðinu þann greiða að útskýra hvað þarf til uppfylla mínar v…