Skip to main content

Posts

Showing posts from February, 2014

Matur er mannsins megin..

..segir máltækið. Því er ég hjartanlega sammála. Mér finnst fátt dásamlegra en að sitja á góðum veitingastað og gæða mér á ljúfum mat og víni, helst í góðum félagsskap. Því þykir mér mjög miður að næsti veitingastaður sem uppfyllir þær kröfur sem matgæðingar gera til veitingahúsa skuli vera á Egilsstöðum. Ég þarf sumsé að keyra í klukkutíma til að kaupa þessa upplifun.

Nú er ég ekki að halda því fram að það sé engin leið að kaupa ætan mat annarsstaðar en á Egilsstöðum. Ég hef oft fengið ágætan mat á veitingastöðum á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Ég hef bara mjög sjaldan fengið þá upplifun að ég sé á alvöru veitingahúsi hér niðri á fjörðum og ég held að allir áhugamenn um mat og matarmenningu deili þessari skoðun með mér. Afleiðingin er auðvitað sú að maður nennir ekki "út að borða" í Fjarðabyggð. Og það finnst mér barasta alveg ferlegt.

Ég ætla því, alveg ókeypis, að gera veitingamönnum hér á svæðinu þann greiða að útskýra hvað þarf til uppfylla mínar v…