Skip to main content

Posts

Showing posts from May, 2014

Kaupfélagsbarinn: Frábær nýr veitingastaður í Neskaupstað

Síðast þegar ég skrifaði pistil á þessu bloggi var ég að bölsótast yfir skelfilegum skorti á alvöru veitingastöðum í Fjarðabyggð. Mér finnst óskaplega skemmtilegt að borða góðan mat og rann til rifja að hvergi skyldi vera hægt að fá alvöru veitingahúsaupplifun í minni heimabyggð (tek reyndar aftur fram að ég hef ekki prófað Randulfssjóhúsið á Eskifirði, sem er opið yfir sumartímann).

En nú er öldin önnur. Nýtt veitingahús hefur opnað í Neskaupstað og það er sko alvöru veitingahús.

Ég borðaði á Kaupfélagsbarnum á Hildibrand Hótel í gærkveldi með fjölskyldunni. Tilefnið var afmæli eiginkonunnar. Máltíðin var hreint út sagt frábær. Ég byrjaði á humarsúpu. Kannski ekki mjög ævintýragjarnt val af svona spennandi matseðli, en það getur verið mjög gott að prófa klassískan rétt til að gá hvernig veitingastaðir standast samanburð. Súpan var nákvæmlega eins og ég vil hafa humarsúpu, í frábæru jafnvægi, þar sem ekkert yfirgnæfði annað. Skýrt og gott humarbragð, örlítill koníakskeimur, ekki of mi…