Skip to main content

Posts

Showing posts from November, 2014

Viskí- Ástarsaga

Síðustu árin hefur áhugi minn á viskí farið vaxandi og er nú orðinn allt að því þráhyggjukenndur. Ég er endanlega og gersamlega kolfallinn fyrir þessum guðaveigum.

Ég hef drukkið viskí ansi lengi. Var byrjaður að smakka það löngu áður en ég hafði aldur til. Þá var það drukkið með klaka eða út í kók, en svoleiðis gera alvöru viskímenn ekki. Þegar ég var kominn undir þrítugt fór ég svo að daðra við alvöru einmöltunga og á góðar minningar um að sötra Highland Park og Laphroaig með góðum vinum. En svo tók við mikið víntímabil þar sem ég drakk aðallega rauðvín mér til ánægju og ef ég drakk eitthvað sterkara þá var það oftar en ekki koníak. 

Svo kviknaði áhuginn aftur, ekki síst vegna viskíáhuga vina minna sem höfðu frelsast á ferðalagi í Skotlandi (þetta er smitandi!). Á sama tima tók ástkær eiginkona mín upp á því að gefa mér viskíflösku í jólagjöf og það gerði endanlega út um málið. A whisky nerd was born. 

Viskí er dásamlegur vökvi. Það er gífurlega fjölbreytt að bragði og lykt og mun raun…